Viðskipti erlent

Bretar senda 4 þúsund sms á sekúndu

Segðu það með SMS-i
Segðu það með SMS-i MYND/Getty Images

Bretar senda nú meira en milljarð sms skilaboða í hverri viku samkvæmt nýjustu tölum bresku fjarskiptastofnunarinnar. Fjöldinn er sá sami og öll sms fyrir árið 1999 og samsvarar því að fjögur þúsund sms séu send á hverri sekúndu.

Mike Short yfirmaður fjarksiptastofnunarinnar segir á fréttavef BBC að fjöldinn hafi farið langt framúr spám fyrir árið. Upphaflegar spár hafi verið 42-48 milljarðar, þær stefni nú í 52 milljarða. Nokkrar ástæður séu fyrir vaxandi fjölda; „Þau eru þægileg, skilvirk, og kosta lítið."

Skilvirkni

Öryggið um afhendingu gerir samskiptamátann tilvalinn fyrir skilaboð sem krefjast ekki samræðna eða fólk vill ekki skilja eftir á talhólfi.

Fjöldi fólks fær líka fréttir og upplýsingar um ákveðin málefni send í gegnum textaskilaboð. Og fyrirtæki nýta sér sms skilaboð í auknum mæli.

„Það er mun þægilegra fyrir fyrirtæki að láta starfsfólks sitt vita um áríðandi skilaboð í gegnum sms, " segir Short.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×