Erlent

Hiroshima sprengjuflugmaðurinn látinn

Óli Tynes skrifar
Paul Tibbits (fyrir miðju) ásamt áhöfn sinni, árið 1945.
Paul Tibbits (fyrir miðju) ásamt áhöfn sinni, árið 1945.

Bandaríski herflugmaðurinn sem varpaði fyrstu kjarnorkusprengju heims, yfir japönsku borgina Hiroshima, lést í dag. Paul Tibbits, fyrrverandi ofursti, var 92 ára gamall. Sprengjunni var varpað yfir Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Hún varð milli 70-100 þúsund manns að bana.

Þrem dögum síðar var annarri kjarnorkusprengju varpað á borgina Nagasaki. Og nokkrum dögum eftir það gáfust Japanir upp skilyrðislaust. Í mörgum viðtölum sem hann veitti um ævina viðurkenndi Tibbits aldrei að hann hefði samviskubit.

Hann sagðist ekki stoltur af því að hafa drepið tugþúsundir manna. Það yrði hinsvegar að miða við ástandið eins og það var þá. Í stríði væri allt notað. Það hefði verið fyrirsjáanlegt gífurlegt mannfall meðal Bandaríkjamanna ef þeir þyrftu að gera innrás í Japan sjálft. Það hefði því verið rétt að gera þessa árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×