Aðsókn í bíó tók kipp Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 12:10 MYND/Getty Images Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 60-70 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. Heimildarmyndin Syndir feðranna var frumsýnd helgina áður en tilnefningarnar voru birtar. "Við merkjum ekki hvaða áhrif Eddan hefur á hana vegna þess," segir Jón Eiríkur Jóhannsson rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. Heimildarmyndir þurfi lengri tíma og þær þurfi einnig að meta á annan hátt en íslenskar kvikmyndir. Heildaraðsókn á Veðramót er komin upp í tæplega 16 þúsund. "Það er gríðarlega gott fyrir þessa mynd og Eddan er klárlega að veita henni framhaldslíf," segir Jón. Hann segir myndina höfða meira til eldri hópa og mikil aukning sé merkjanleg á dagsýningum um helgar. Heildaraðsókn á Astrópíu er nú orðin rúmlega 45 þúsund. Aðsóknin tók mikinn kipp eftir tilnefningarnar. Ingi Úlfar Helgason sérfræðingur hjá Sambíóunum segir afar sjaldgæft að svona mikil aukning verði á aðsókn, sérstaklega þar sem myndin hefur verið sýnd í tæpar 10 vikur. "Það eru vanalega bara barnamyndir sem ná að halda sér svona lengi." Aðspurður segir Ingi að ekki hafi komið til tals að hefja aftur sýningar á þeim myndum sem eru tilnefndar en hættar í sýningu. Ekki hafi komið ósk um það frá dreifendum. Vel geti þó verið að það gerist. Eddan Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 60-70 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. Heimildarmyndin Syndir feðranna var frumsýnd helgina áður en tilnefningarnar voru birtar. "Við merkjum ekki hvaða áhrif Eddan hefur á hana vegna þess," segir Jón Eiríkur Jóhannsson rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. Heimildarmyndir þurfi lengri tíma og þær þurfi einnig að meta á annan hátt en íslenskar kvikmyndir. Heildaraðsókn á Veðramót er komin upp í tæplega 16 þúsund. "Það er gríðarlega gott fyrir þessa mynd og Eddan er klárlega að veita henni framhaldslíf," segir Jón. Hann segir myndina höfða meira til eldri hópa og mikil aukning sé merkjanleg á dagsýningum um helgar. Heildaraðsókn á Astrópíu er nú orðin rúmlega 45 þúsund. Aðsóknin tók mikinn kipp eftir tilnefningarnar. Ingi Úlfar Helgason sérfræðingur hjá Sambíóunum segir afar sjaldgæft að svona mikil aukning verði á aðsókn, sérstaklega þar sem myndin hefur verið sýnd í tæpar 10 vikur. "Það eru vanalega bara barnamyndir sem ná að halda sér svona lengi." Aðspurður segir Ingi að ekki hafi komið til tals að hefja aftur sýningar á þeim myndum sem eru tilnefndar en hættar í sýningu. Ekki hafi komið ósk um það frá dreifendum. Vel geti þó verið að það gerist.
Eddan Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira