Þorsteinn kynnir Edduna Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 13:06 Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005. „Þetta leggst bara vel í mig,“ sagði hann í samtali við Vísi, „Við Silvía nótt fórum dálítið yfir strikið í snobbinu síðast en ég vil hafa þetta dramatískt.“ Þorsteinn hvetur alla tilnefnda til að „rífa kjaft“ og sýna miklar tilfinningar við tilnefninguna. Hann hefur til umráða svokallaðan „tárasjóð“ sem greitt verður úr um kvöldið. Upphæðirnar munu hlaupa á einhverjum tíköllum eftir fjölda fallinna tára. Hann varð fyrst þekktur úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum, en er í dag einn ástsælasti uppistandari þjóðarinnar. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Þorsteinn var tilnefndur til Edduverðlaunanna árið 2002 fyrir hlutverk sitt í Maður eins og ég. Eddan Menning Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005. „Þetta leggst bara vel í mig,“ sagði hann í samtali við Vísi, „Við Silvía nótt fórum dálítið yfir strikið í snobbinu síðast en ég vil hafa þetta dramatískt.“ Þorsteinn hvetur alla tilnefnda til að „rífa kjaft“ og sýna miklar tilfinningar við tilnefninguna. Hann hefur til umráða svokallaðan „tárasjóð“ sem greitt verður úr um kvöldið. Upphæðirnar munu hlaupa á einhverjum tíköllum eftir fjölda fallinna tára. Hann varð fyrst þekktur úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum, en er í dag einn ástsælasti uppistandari þjóðarinnar. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Þorsteinn var tilnefndur til Edduverðlaunanna árið 2002 fyrir hlutverk sitt í Maður eins og ég.
Eddan Menning Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein