Erlent

Ungliðahópur Vítisengla stofnaður í Danmörku

Guðjón Helgason skrifar
Liðsmaður Vítisengla í Danmörku á tali við lögreglukonu.
Liðsmaður Vítisengla í Danmörku á tali við lögreglukonu. MYND/TV2 í Danmörku

Vítisenglar í Danmörku hafa stofnað svokallaðan ungliðahóp fyrir þá sem vilja ganga í samtökin en hafa ekki efni á vélfáki. Ekki fæst gefið upp hvaða tilgangi nýi hópurinn þjóni.

Ekki fæst gefið upp undir það hvað þessir ungliðar verði viðbúnir en lögreglan í danmörku fylgist með af áhuga. Hreyfingin gengur undir nafninu AK-81. Það eru ekki allt ungliðar sem tilheyra hópnum en í hann gana allir þeir sem vilji taka þátt í starfi Vítisengla en eigi ekki vélhjól.

Jønke Nielsen hjá Vítisenglum segir mörg ungmenni ekki hafa efni á hjólum og nú geti þau gengið í félagið sem og aðrir í sömu stöðu. Hann vill ekki gefa upp hve margir hafi þegar gert það en félagar séu nógu margir.

Vítisenglar í Danmörku hafa löngum kvartað undan eftirliti yfirvalda en samtökin og fjölmargir félagar í þeim eiga sér langa sögu ofbeldis- og fíkniefnaglæpa.

Talsmaður dönsku lögreglunnar segir að fylgst sé með þessari nýju þróun félagsins af mikilli athygli - sér í lagi vegna þess klofnings sem virðist vera að eiga sér stað milli almennra félaga í samtökunum og síðan glæpaafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×