Erlent

Hafnaði blóðgjöf og dó

Óli Tynes skrifar
Blóðbíll íslenska Blóðbankans.
Blóðbíll íslenska Blóðbankans.

Tuttugu og tveggja ára gömul bresk kona lést á sjúkrahúsi í síðasta mánuði eftir að hafa fætt heilbrigða tvíbura. Fæðingin var hinsvegar erfið og konan missti mikið blóð. Þar sem hún var Vottur Jehóva, hafði hún hafnað blóðgjöf fyrir fæðinguna.

Þegar konan missti meðvitund grátbáðu læknar eiginmann hennar um leyfi til þess að gefa henni blóð. Hann er hinsvegar einnig Vottur og hafnaði þeirri beiðni. Nokkrum klukkustundum síðar lést konan. Vottar Jehóva líta á blóðgjöf sem synd.

Þeir geta fríað lækna ábyrgð með því að undirrita form þar sem þeir hafna blóðgjöf undir öllum kringumstæðum og staðfesta að þeim sé ljós áhættan sem því getur fylgt. Það eru um 130 þúsund Vottar í Bretlandi og um sex og hálf milljón í heiminum öllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×