Erlent

Vilja selja öskur Tarzans -hlustið

Óli Tynes skrifar
Tarzan og Jane. Johnny Weissmuller og Maureen O´Sullivan.
Tarzan og Jane. Johnny Weissmuller og Maureen O´Sullivan.

Erfingjar bandaríska rithöfundarins Edgars Rice Burroughs vilja gera Tarzan öskur leikarans Johnnys Weissmuller að vernduðu vörumerki svo þeir geti selt það í auglýsingar, sem farsímahringingu og í tölvuleiki. Þeir telja sig geta grætt á því milljónir dollara.

Evrópusambandið hefur þegar hafnað beiðni um einkaleyfi, en það hefur þegar verið samin ný umsókn studd nýjum rökum. Og nú geta lögmennirnir lagt fram hljóðupptöku af öskrinu, sem þeir máttu ekki áður. Johnny Weissmuller, var frægur Ólympíu sundkappi áður en hann byrjaði að leika Tarzan.

Hann var talinn besti sundmaður heims á öðrum áratug síðustu aldar og vann meðal annars fjögur gullverðlaun og bronsverðlaun á Ólympíuleikunum. Hann sagði á sínum tíma að hann hefði sjálfur fundið upp öskrið. Það hefði hjálpað sér við það að hann hefði jóðlað mikið sem barn, en hann fæddist í Austurríki.

HLUSTA Á ÖSKRIÐ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×