Erlent

Hnattvæðing er tækifæri fyrir Norðurlöndin

Menn ´líta hnattvæðingu misjöfnum augum. Þessi mynd er frá Indlandi.
Menn ´líta hnattvæðingu misjöfnum augum. Þessi mynd er frá Indlandi.

Sífellt hnattvæddari heimur hefur í för með sér miklar áskoranir, en einnig áhættu. En fyrir Norðurlönd þýðir hnattvæðingin þó aðallega aukin tækifæri. Þetta sagði Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands á námstefnu í Helsinki á mánudag.

"Maður óttast hvernig fer með framleiðslu og atvinnuþátttöku í sífellt harðari alþjóðlegri samkeppni. Greiningar og efnahagsþróun sýna þó fram á að að þrátt fyrir þessar áskoranir hefur hnattvæðingin frekar leitt til og veitir enn aukin tækifæri fyrir Norðurlönd," sagði Vanhanen. Forsætisráðherrann ítrekaði sérstaklega mikilvægi aukinnar áherslu á menntun og rannsóknir. Þegar um er að ræða menntun þá eru gæði aðalatriðið, ekki magn.

"Það er ekki markmið í sjálfu sér að hlutur háskólamenntunar sé sem mestur, þvert á móti. Mikilvægast er að menntunin sé af miklum gæðum á öllum stigum og að hún uppfylli þarfir atvinnulífsins," sagði Vanhanen á námstefnunni sem haldnin er af félaginu Pohjola-Norden.

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sem einnig flutti framsögu á námstefnunni, lagði áherslu á mikilvægi fríverslunar fyrir lítil ríki eins og þau norrænu. Norðurlönd hafa lengi verið sammála um þá hugmynd að fríverslun væri af hinu góða. "Við höfum skapað sjálfsímynd um lítil opin hagkerfi sem hafa eflst með öflugri verslun við aðra. Þetta er gildi sem vert er að standa vörð um og sem ég hef trú á að hafi mikið fylgi," sagði Reinfeldt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×