Erlent

Hann lagaði útsýnið

Hvar er Eystrasaltið ?
Hvar er Eystrasaltið ?

Þýski eftirlaunaþeginn var ekki ánægður með útsýnið úr sumarbústaðnum sínum skammt frá Luebeck. Bústaðurinn var aðeins 50 metra frá strönd Eystrasaltsins og maðurinn vildi hafa hafsýn. Gallinn var öll trén sem byrgðu honum sýn.

Þá var náttúrlega ekki um annað að ræða en taka fram gömlu vélsögina og fella eða stytta þessi 122 tré sem voru að þvælast fyrir honum.

Furðu lostnir nágrannar tilkynntu lögreglunni um tiltækið og maðurinn hefur nú verið kærður fyrir að valda tjóni upp á 1,3 milljónir króna. Hann var einnig kærður fyrir að brjóta náttúruverndarlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×