Fótbolti

Enginn heimsendir ef við sitjum eftir

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool segir að það yrði enginn heimsendir fyrir félagið ef svo færi að það sæti eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool verður að vinna leik sinn við Besiktas í A-riðli í kvöld til að eiga möguleika á að fara áfram.

Ekki nóg með það, heldur þurfa þeir rauðu helst að vinna Porto og Marseille líka í síðustu tveimur leikjunum. "Auðvitað viljum við vinna alla þrjá leikina, en við skulum byrja á því að reyna að vinna Besiktas fyrst áður en við förum að spá í síðasta leikinn í Marseille. Við eigum tvö heimaleiki í röð núna og þar munu stuðningsmenn okkar spila stórt hlutverk. Ef okkur tekst að vinna þá, skulum við sjá til hvað við getum gert í Frakklandi," sagði Carragher.

Hann hefur ekki stórar áhyggjur af framhaldinu.

"Við erum ekkert að velta okkur upp úr því hvort það yrði stórslys ef við komumst ekki áfram. Þetta er bara fótbolti. Ef við komumst ekki áfram í Meistaradeildinni myndi það þýða að við færum inn í UEFA keppnina fullir sjálfstrausts. Við viljum auðvitað helst vera í Meistaradeildinni á móti þeim bestu, en við höfum gert það undanfarin ár með því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það yrðu auðvitað vonbrigði að komast ekki áfram í Meistaradeildinni - en ekkert stórslys. Við eigum ennþá stórt tímabil fyrir höndum," sagði varnarjaxlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×