Viðskipti erlent

Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár

Bresk pund, sem er afar hagstætt að eiga um þessar mundir til kaupa á bandarískum dölum.
Bresk pund, sem er afar hagstætt að eiga um þessar mundir til kaupa á bandarískum dölum.

Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum.

Heil 26 ár eru síðan svo breið gjá var á milli breska sterlingpundsins og bandaríska dalsins og munar orðið litlu að metið frá um mitt sumar 1980 verði slegið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×