Erlent

Myndband af finnska morðingjanum að æfa sig

Óli Tynes skrifar
Nemendum forðað úr skólanum.
Nemendum forðað úr skólanum.

Finnski pilturinn sem gekk berserksgang í skóla sínum í dag skaut átta manns til bana og særði fjölmarga. Hann skaut svo og særði sjálfan sig, og liggur á sjúkrahúsi. Pilturinn sem er 18 ára dró upp skammbyssu í miðjum skólatíma og hóf skothríð á bekkjarsystkini sín.

Hann gekk svo organdi um ganga skólans í hverja skólastofuna af annarri og skaut á allt kvikt. Þar fann hann þó fá fórnarlömb því nemendum hafði í hátararakerfi verið sagt að flýja út um glugga eða læsa að sér.

Þeir sem biðu bana voru skólastýra skólans og auk hennar fimm piltar og tvær stúlkur. Einhverjir voru svo með skotsár og aðrir með skurði eftir gler eftir að hafa brotið rúður og forðað sér þá leiðina.

Svo virðist sem þetta hafi ekki verið neitt stundarbrjálæði hjá morðingjanum. Hann hafði sett á vefsíðu sína allskonar ofbeldishótanir og myndir af sér þar sem hann var á skotæfingum. Einnig setti hann myndband á Youtube þar sem hann tilkynnir um fjöldamorðin í Jokela menntaskólanum, þar sem hann stundaði nám.

Hann notaði skammbyssu við verknaðinn.

MYNDBAND




Fleiri fréttir

Sjá meira


×