Enski boltinn

Cudicini er besti varamarkvörðurinn

Frank Lampard hefur tröllatrú á Carlo Cudicini varamarkverði
Frank Lampard hefur tröllatrú á Carlo Cudicini varamarkverði NordicPhotos/GettyImages

Hætt er að fari nú um stuðningsmenn Chelsea sem standa frammi fyrir því að verða jafnvel án bæði John Terry og Petr Cech þegar liðið mætir Everton á sunnudaginn. Síðast þegar þeir félagar voru frá á sama tíma, hrundi leikur liðsins eins og spilaborg.

Frank Lampard viðurkennir að það komi illa við liðið að missa tékkneska markvörðinn, en bendir á að varamaður hans sé fær í flestan sjó. Cech þurfti að fara af velli í leik Chelsea í Meistaradeildinni í gær vegna meiðsla á kálfa og það kemur væntanlega í ljós í kvöld hvað meiðslin eru alvarleg.

"Carlo Cudicini er án efa besti varamarkvörður sem völ er á og það er aðeins frábær frammistaða Cech sem hefur orðið til þess að hann var ekki í byrjunarliðinu. Hann hefur alltaf verið atvinnumaður fram í fingurgóma og þegar hann kemur inn í liðið, spilar hann alltaf eins og hann hafi aldrei sest á bekkinn," sagði Lampard í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×