Fótbolti

Magnús Páll og Kristján á leið til Bunkeflo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Valdimarsson átti gott sumar hjá Fylki.
Kristján Valdimarsson átti gott sumar hjá Fylki.

Magnús Páll Gunnarsson og Kristján Valdimarsson munu á næstunni halda til sænska 1. deildarliðsins Bunkeflo og æfa með félaginu til reynslu.

Magnús heldur utan á mánudaginn en ekki er fullvíst hvenær Kristján fari til æfinga hjá félaginu en það gæti einnig verið á sama tíma.

Kristján er leikmaður Fylkis en Magnús Páll varð þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar er hann lék með Breiðabliki. Samningur hans við félagið er útrunninn og sagði Magnús Páll í samtali við Vísi að það væri mjög ólíklegt að hann myndi semja upp á nýtt við Blika.

Magnús Páll mun dvelja hjá Bunkeflo í nokkra daga og halda svo til Schalke þar sem hann mun æfa með varaliði félagsins út nóvembermánuð.

Kristján segir að ef af verði að hann fari til Svíþjóðar gæti það vel komið til greina að spila með Bunkeflo. Hann vilji þó sem minnst tjá sig um það á þessu stigi málsins enda enn óvíst hvenær hann fari til æfinga hjá Bunkeflo.

Bunkeflo varð í fimmta sæti í sænsku 1. deildinni í haust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×