Viðskipti erlent

Olíuverðið á niðurleið

Olíuborpallur. Verð á svartagullinu er komið úr hæstu hæðum enda er reiknað með að eftirspurn eftir olíu eigi eftir að minna, sérstaklega í Bandaríkjunum, á næstunni.
Olíuborpallur. Verð á svartagullinu er komið úr hæstu hæðum enda er reiknað með að eftirspurn eftir olíu eigi eftir að minna, sérstaklega í Bandaríkjunum, á næstunni.

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni.

Verðið rauk í 98,62 dali á tunnu í gær eftir enn frekari samdrátt á olíubirgðum í Bandaríkjunum og hafði verðið aldrei verið hærra. Samdrátturinn var helmingi minni en markaðsaðilar höfðu reiknað með og álykta nú sem svo að eftirspurn eigi eftir að dragast saman á næstunni eftir því sem hægir á hjólum efnahagslífsins vestanhafs.

Verð á hráolíu lækkaði um 1,44 dali, eða 1,5 prósent, á markaði í Bandaríkjunum og stendur tunnan í 94,93 dölum. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði á sama tíma um 97 sent á fjármálamarkaði í Bretlandi og stendur tunnan í 92,20 dölum, samkvæmt Bloomberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×