Enski boltinn

Berbatov: Ég fer hvergi

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Dimitar Berbatov hjá Tottenham hefur nú ávarpað stuðningsmenn liðsins á heimasíðu félagsins og segist ekki ætla að fara frá Tottenham þrátt fyrir fréttaflutning undanfarna daga.

"Stuðningsmennirnir hafa veitt mér góðan stuðning alveg síðan ég kom hingað fyrst og ég vil segja þeim að ég er ekki að fara eitt eða neitt. Ég vil ekki sjá nafn mitt í blöðunum mikið lengur og nú vil ég bara fá að spila og njóta mín. Ég er leikmaður Tottenham, elska félagið og alla hjá klúbbnum. Ég er kannski ekki alltaf brosandi en það þýðir ekki að ég sé vondur maður. Ég brosi ekki af því staða okkar í deildinni er slæm og ég hef ekki verið að spila vel," sagði Búlgarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×