Enski boltinn

Við söknum John Terry

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Michael Essien hjá Chelsea segir liðið sakna John Terry sárlega í varnarleiknum þó liðið hafi ekki fengið á sig mark í sex leikjum í röð.

"Við söknum hans dálítið," sagði Essien í samtali við Sky. "Hann er einn af máttarstólpum okkar í vörninni og það væri mjög gott að fara að fá hann til baka. Við erum hinsvegar að leysa stöðu hans mjög vel í augnablikinu og spilum vel -- svo það er mjög jákvætt," sagði Essien.

Terry er búinn að missa af sex leikjum liðsins vegna meiðsla á hné, en vonast til að snúa aftur í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×