Fótbolti

Pele kemur McClaren til varnar

NordicPhotos/GettyImages

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að það sé ekki bara landsliðsþjálfaranum Steve McClaren að kenna ef enska landsliðið nær ekki að tryggja sér sæti á EM á næsta ári.

Hann segir að breiddin í enska landsliðinu sé einfaldlega ekki nógu mikil til að bregðast við þeim miklu meiðslum sem herjað hafa á liðið undanfarin tvö ár.

"Vandamál enska liðsins er of lítill hópur. Ef besti maður liðsins í tiltekinni stöðu meiðist - eru bara ekki nógu góðir menn til að hlaupa í skarðið. Það er venja um heim allan að þjálfaranum sé kennt um allt saman ef illa gengur, en stundum er það liðinu sjálfu að kenna líka. England er með mjög sterkt lið, en Brasilía var líka með besta liðið á HM 1982 en tapaði samt. Það er ekki þjálfarinn sem er vandamálið í þessu tilviki," sagði Pele.

Englendingar þurfa að treysta á að Rússar nái ekki að sigra Ísraela í viðureign liðanna í undankeppni EM til að eiga von um að komast á stórmótið næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×