Enski boltinn

Meistaradeildin er hundleiðinleg

Harry Redknapp finnst Meistaradeildin leiðinleg - í það minnsta fyrstu stig keppninnar
Harry Redknapp finnst Meistaradeildin leiðinleg - í það minnsta fyrstu stig keppninnar NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp er ekki bara góður knattspyrnustjóri, heldur skrifar hann frábæra pistla fyrir enska blaðið Daily Mail. Hann er langt frá því að vera hræddur við að tjá skoðanir sínar og segir Meistaradeildina vera leiðinlega í nýjasta pistli sínum.

Redknapp segir að Meistaradeildinn sé að taka við af deildarbikarnum hvað varðar flata, leiðinlega og ójafna æfingaleiki þar sem stuðningsmenn greiði stórfé fyrir að horfa á lið sem eru ýmist löngu fallin úr keppni eða komin áfram.

"Meistaradeildin er að taka við af deildarbikarnum hvað það varðar að hún er að verða staður fyrir varaliðsmenn til að fá tækifæri með aðalliðinu. Þá fá þeir þann bónus að geta skoðað sig um í fallegri borg á erlendri grundu." sagði Redknapp og viðurkenndi að skoðun sín gæti virkað skrítin í ljósi þess að lið hans á ágæta möguleika á að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili.

"Leikirnir eru svo ójafnir og þess vegna finnst mér spilamennskan leiðinleg og einhæf. Þetta verður ekki áhugavert fyrr en komið er í aðra umferð og þar er ég að tala sem áhugamaður um knattspyrnu," sagði Redknapp og bætti við að hann vildi sjá fleiri leiki með útsláttarfyrirkomulagi til að gera keppnina áhugaverðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×