Erlent

Tony Blair tekur kaþólska trú

Óli Tynes skrifar
Tony Blair, verðandi kaþólikki.
Tony Blair, verðandi kaþólikki.

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands mun taka kaþólska trú, líklega fyrir lok þessa mánaðar. Frá þessu er skýrt í hinu virta kaþólska dagblaði The Tablet. Þetta kemur ekki á óvart. Cherie Blair er kaþólsk og börn þeirra hjóna fengu öll kaþólska skírn.

Eitt af síðustu embættisverkum Blairs var að hitta Benedikt páfa í Róm. Því er haldið fram að hann hafi þá sagt páfa að hann vildi yfirgefa ensku biskupakirkjuna.

Forsætisráðherrann fyrrverandi er sagður hafa þráð það lengi að taka kaþólska trú. Hann hafi hinsvegar ekki viljað gera það meðan hann gegndi embætti.

Trúskipti hans verða líklega umdeild meðal kaþólikka. Meðal annars vegna þess að hann greiddi með því atkvæði á þingi að konum yrði leyft að eyða fóstri fram að 24 vikna meðgöngu.

Hann studdi einnig borgaralegt hjónaband samkynheigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×