Enski boltinn

Richards ætlaði að taka nærbuxnafagnið með Ireland

NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segist vonsvikinn með þau neikvæðu viðbrögð sem ofurmennisnærbuxur Stephen Ireland fengu í vikunni. Ireland fagnaði sigurmarki sínu gegn Sunderland með því að leysa niður um sig stuttbuxurnar og sýna súpermannnærfötin sín.

Richards heldur úti bloggi á heimasíðu breska sjónvarpsins og þar segir hann það miður hvað menn taki lífinu alvarlega í boltanum í dag.

"Það var miður að sjá að fólk vildi sekta Stephen fyrir nærbuxnafagnið. Maður verður að fara svo varlega í dag og það er eins og menn séu að reyna að taka alla skemmtun úr því að fagna mörkum. Það er ekki eins og Stephen hafi verið nakinn eða eitthvað svoleiðis - ég sé bara ekkert að þessu," sagði Richards á bloggi sínu.

"Ef ég á að vera hreinskilinn, átti ég meira að segja að taka þátt í þessu uppátæki með honum, því ég var með honum þegar hann keypti sér nærbuxurnar og við ætluðum að gera þetta saman. Ég var því miður meiddur - en slapp þá líka við þessa neikvæðni sem kom í kjölfar atviksins," sagði Richards og bætti við að Ireland ætti ekki skilið þá gagnrýni sem hann hefur fengið í blöðunum því hann sé bæði drengur góður og frábær knattspyrnumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×