Enski boltinn

Fulham er besta liðið í úrvalsdeildinni í fyrri hálfleik

Fulham væri með 7 sigra, 4 jafntefli og aðeins 1 tap - alls 25 stig í deildinni, ef flautað væri af í hálfleik
Fulham væri með 7 sigra, 4 jafntefli og aðeins 1 tap - alls 25 stig í deildinni, ef flautað væri af í hálfleik NordicPhotos/GettyImages

Lawrie Sanchez og lærisveinar hans í Fulham eru aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu í úrvalsdeildinni og allir hjá liðinu eru sammála um að laga þurfi hugarfarið í herbúðum liðsins.

Það er nefnilega þannig að þegar töfræðin í ensku úrvalsdeildinni er skoðuð, væri Fulham efst í deildinni ef tekið er mið af hálfsleiksstöðu leikjanna í deildinni til þessa.

Ef flautað hefði verið af í hálfleik í öllum leikjunum sem búnir eru, væri Fulham í efsta sæti með 25 stig eftir 11-12 umferðir. Liðið hefur hinsvegar verið afleitt í síðari hálfleikjunum og því er uppskeran aðeins 12 stig og neikvæð markatala.

"Þetta hefur ekkert með líkamlegt ástand leikmanna að gera, heldur er þetta sálrænt. Þetta er eins og að læra að hjóla, maður verður að detta nokkrum sinnum áður en maður sleppir hjálpardekkjunum," sagði Lawrie Sanchez, stjóri Fulham.

"Ég var að skoða úrslitin frá síðustu helgi og þar komu mörg mörk á síðustu mínútunum. Meira að segja besta liðið á Englandi, Manchester United, fékk á sig mark á síðustu mínútunni. Þá fer maður að spyrja sig hvernig liðið mitt á að fara að því."

Efstu liðin í úrvalsdeildinni eftir fyrri hálfleik:

Fulham 25 stig

Everton 22

Man Utd 21

Liverpool 20*

Man City 20

Chelsea 19

*Á leik til góða

Efstu liðin í úrvalsdeildinni eftir 90 mínútur:

Arsenal 27 stig*

Man Utd 27

Man City 25

Chelsea 24

Portsmouth 22

Blackburn 22*

Liverpool 21*

*Eiga leik til góða




Fleiri fréttir

Sjá meira


×