Enski boltinn

Beckham í enska landsliðshópnum

David Beckham er kominn í enska landsliðið á ný
David Beckham er kominn í enska landsliðið á ný NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur valið hóp sinn sem mætir Austurríki í vináttuleik og svo Króötum í lokaleik sínum í undankeppni EM.

David Beckham kemur inn í hópinn þrátt fyrir að hafa lítið geta spilað undanfarið vegna meiðsla en fyrirliðinn John Terry er ekki í hópnum vegna hnémeiðsla.

"Að mínu mati er mikilvægt að hafa reyndan mann eins og David í hópnum í ljósi þess að reynsluboltar eins og Rio Ferdinand og John Terry komast ekki í verkefnið," sagði Steve McClaren.

Margir reiknuðu með því að Theo Walcott hjá Arsenal yrði valinn í hópinn en hann var þess í stað valinn í U-21 árs hóp Englendinga. Rio Ferdinand er ekki í hópnum af því hann verður í leikbanni gegn Króötum, en Micah Richards er í hópnum þrátt fyrir að vera meiddur í augnablikinu. Bakverðirnir Wayne Bridge og Ashley Cole eru líka komnir inn í hópinn eftir meiðsli.

Enski hópurinn: Robinson, Carson, James, P Neville, Campbell, Richards, Brown, Lescott, Shorey, Bridge, A Cole, Beckham, Wright-Phillips, Bentley, Gerrard, Lampard, Hargreaves, Barry, J Cole, Downing, Young, Smith, Crouch, Defoe, Rooney, Owen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×