Fótbolti

Aragones velur hóp Spánverja

Aragones var kuldalegur á Laugardalsvellinum forðum
Aragones var kuldalegur á Laugardalsvellinum forðum Mynd/Valli

Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja hefur valið hópinn sem mætir Svíum og Norður-Írum í lokaleikjunum í undankeppni EM. Spánverjum dugar að vinna sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti á EM.

Aragones valdi þá Daniel Guiza og Marcos Senna í hóp sinn að þessu sinni, en Guiza kemur frá Real Mallorca og leysir hinn meidda Fernando Torres af hólmi í hópnum. Þá kemur David Villa inn í liðiði á ný eftir meiðsli.

Spánverjar mæta Svíum þann 17. nóvember á Bernabeu í Madrid og taka svo á móti Norður-Írum í Las Palmas fjórum dögum síðar.

Svíar eru í efsta sæti F-riðils okkar Íslendinga með 23 stig, Spánverjar hafa 22 stig í öðru sæti og Danir og Norður-Írar hafa 17 stig í 3.-4. sæti.

Hópur Spánverja:

Markverðir: Casillas, Reina

Varnarmenn: Sergio Ramos, Pablo Ibáñez, Pernía, Albiol, Capdevila, Puyol,

Miðjumenn: Marchena, Albelda, Silva, Riera, Xavi, Iniesta, Cesc, Senna, Joaquín

Framherjar: Villa, Tamudo, Güiza




Fleiri fréttir

Sjá meira


×