Enski boltinn

Gazza undir hnífinn

Paul Gascoigne þrætir fyrir drykkjusögurnar
Paul Gascoigne þrætir fyrir drykkjusögurnar NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er á leið í aðgerð eftir að hafa klárað á sér hægri mjöðmina í góðgerðaleik á dögunum.

Gazza spilaði með nokkrum gömlum enskum hetjum í góðgerðaleik á Möltu á dögunum en var aðeins 20 mínútur inni á vellinum þar sem hann spilaði á gönguhraða að sögn vitna.

Gazza var svo meinaður aðgangur í flugið heim vegna ölvunar, en hann vísaði því á bug að hann hefði verið fullur í samtali við Sun.

"Ég var að drepast í mjöðminni og því var göngulagið skrikkjótt - ég er ekki dottinn í það," sagði Gazza, sem er alkohólisti. Hann fer undir hnífinn eftir tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×