Enski boltinn

Rooney frá keppni í mánuð

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United getur ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með liðinu í dag.

Þetta þýðir að Rooney verður heldur ekki inni í myndinni hjá Steve McClaren landsliðsþjálfara fyrir leikinn mikilvæga gegn Króötum í undankeppni EM þann 21. nóvember.

Rooney var kjörinn leikmaður októbermánaðar í ensku ´ruvalsdeildinni eftir að hafa skorað átta mörk í sjö leikjum.

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði í ljósi þess hve vel hann var að spila í síðustu leikjum, en við verðum að bregðast við þessu - þarna skapast þá tækifæri fyrir annan mann að koma inn og standa sig vel," sagði Steve McClaren landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×