Enski boltinn

Terry frá í tvær vikur í viðbót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Komdu með snuðið mitt!
Komdu með snuðið mitt! Nordic Photos / AFP

John Terry verður að sögn Avram Grant frá í tvær vikur í viðbót en hann jafnar sig nú á hnéuppskurði.

Terry var ekki valinn í enska landsliðshópinn í dag sem mætir Króatíu í lokaleik riðils enska landsliðsins í undankeppni EM 2008.

"Þetta var rétt ákvörðun að hafa Terry ekki með í landsliðshópnum," sagði Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea.

Grant sagði að líklegt væri að Terry verði klár eftir tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×