Erlent

Engan dónaskap hér

Óli Tynes skrifar
Skammist ykkar.
Skammist ykkar.

Megan Coulter, sem er 13 ára gömul var látin sitja eftir í skólanum í tvo daga fyrir að knúsa bekkjarfélaga sinn. Megan býr í Illinois í Bandaríkjunum. Og Megan skilur ekki af hverju er verið að refsa henni. "Mér finnst ég ekki hafa gert neitt sem var hættulegt fyrir einhvern."

Sú afsökun dugar skammt. Í byrjun þessa skólaárs setti Mascoutha skólinn reglur um að ekki mætti sýna kærleikstilfinningar opinberlega. Foreldrar Megans, eins og foreldrar allra hinna barnanna, skrifuðu undir og samþykktu þetta bann.

Faðir hennar á þó bágt með að skilja hvert þetta leiðir. "Megan hefur verið kennt að það er mikilvægt að fylgja reglunum. En þar kemur þó að maður verður að segja að reglur séu ekki skynsamlegar og að þeim verði að breyta."

Megan er ekki ein um að skilja ekki hvað hún gerði af sér. Í Bandaríkjunum hefur börnum allt niður í fjögurra ára aldur verið refsað fyrir að sýna það sem telst óviðeigandi framkoma. Fjögurra ára dreng var þannig refsað fyrir að knúsa kennslukonu sína og leggja vanga sinn við brjóst hennar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×