Enski boltinn

Enginn öruggur með sæti sitt þrátt fyrir 8-0 sigur

Rafa Benitez
Rafa Benitez NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez er ekkert á því að breyta út af skiptistefnu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir að lið hans hafi farið hamförum í 8-0 sigrinum í Meistaradeildinni á dögunum. Hann segist alveg eins reikna með breytingum í dag þegar lið hans mætir Fulham.

"Ég var ánægður með frammistöðu liðsins í síðasta leik en ég hef ekki ákveðið hverjir spila næsta leik. Fyrst verð ég að sjá hverjir eru í standi til að spila og hverjir ekki. Ég hef samt ekki áhyggjur af þessari stöðu. Ég á fjóra framherja sem eru allir að spila vel en ég get svosem skilið af hverju fólk gagnrýnir að ég sé að breyta liðinu. Ég var ánægður með Crouch í síðasta leik, en þó Voronin næði ekki að skora - var hann að mínu mati besti leikmaður liðsins fram á við," sagði Benitez, sem er búinn að gera í kring um 90 breytingar á liði sínu á leiktíðinni.

Fernando Torres verður í leikmannahópi Liverpool á Anfield þegar liðið mætir Fulham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×