Enski boltinn

Leikmenn Tottenham fá barnamat

Kannski að Dimitar Berbatov hressist við að fá barnamat prófessorsins
Kannski að Dimitar Berbatov hressist við að fá barnamat prófessorsins NordicPhotos/GettyImages

Juande Ramos er strax farinn að setja sinn stimpil á umgjörðina hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann er nú að tryggja sér aðstoð vísindamanns frá Sevilla sem ætlað er að hressa upp á mataræði leikmanna.

Antonio Escribano er prófessor við háskólann í Sevilla og vann með Ramos og nokkrum félögum á Spáni við að hressa upp á liðin í næringarfræðinni. Hann hefur fengið viðurnefnið Doktor Barnamatur fyrir óhefðbundnar aðferðir sínar, en hann gefur leikmönnum sérstaka næringardrykki eftir leiki sem líkjast helst barnamat.

"Þessi frægi barnamatur er bara blanda af næringarefnum sem leikmenn fá í hálfleik og eftir leik og hjálpar þeim að jafna sig fyrr eftir átökin. Þeir höfðu samband við mig frá Englandi og þó ég geti ekki farið þangað vegna starfs míns við háskólann, get ég vissulega hjálpað þeim eitthvað," sagði prófessorinn í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×