Enski boltinn

West Ham valtaði yfir arfaslakt lið Derby

Leikmenn West Ham héldu veislu gegn slöku Derby-liði í dag
Leikmenn West Ham héldu veislu gegn slöku Derby-liði í dag NordicPhotos/GettyImages

Lee Bowyer skoraði tvívegis þegar Íslendingalið West Ham burstaði hörmulegt lið Derby 5-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Derby hefur ekki skoraði mark í 521 mínútu og virðist lítið hafa lítið erindi í deild þeirra bestu á Englandi.

Fyrri hálfleikurinn í dag var frekar slakur þar sem Nolberto Solano átti skot í samskeytin úr aukaspyrnu en það var Lee Bowyer sem skoraði eina mark hálfleiksins þegar hann skoraði eftir sendingu frá Carlton Cole.

Síðari hálfleikur var hinsvegar eign West Ham frá upphafi til enda þar sem Matthew Etherington skoraði annað markið eftir að skot Matthew Upson hrökk af þverslánni.

Þriðja mark gestanna var sjálfsmark frá Eddie Lewis og þeir Lee Bowyer og Nolberto Solano innsigluðu svo sigur Lundúnaliðsins. Sá síðarnefndi skoraði laglegt mark beint úr aukaspyrnu.

Þetta var stærsti sigur West Ham í deildinni síðan árið 2000 þegar liðið vann 5-0 sigur á Charlton - sem þá lék undir stjórn Alan Curbishley, stjóra West Ham í dag.

Mörk West Ham í dag:

Bowyer 42

Etherington 51

Lewis (sjálfsmark) 55

Bowyer 59

Solano 69




Fleiri fréttir

Sjá meira


×