Erlent

Skotinn til bana með loftriffli

Óli Tynes skrifar
Loftrifflar geta verið öflug vopn.
Loftrifflar geta verið öflug vopn.

Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur. Talsmaður lögreglunnar í Suður-Wales segir að ekki sé leitað að fleirum í sambandi við þennan atburð.

Hann segir að svo virðist sem þetta hafi verið sorglegt slys, ekki hafi verið ásetningur um að vinna hinum látna mein. Loftbyssur geta verið mjög öflug vopn og hættuleg, eins og þessi atburður ber með sér. Leyfi þarf fyrir að eiga loftbyssur hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×