Erlent

Móðir látins barns fundin

Óli Tynes skrifar
Lögreglan leitar að frekari jarðneskum leifum barnsins.
Lögreglan leitar að frekari jarðneskum leifum barnsins.

Það vakti mikinn óhug í Danmörku þegar hálft lík af nýfæddu barni fannst í vörubílsfarmi af gróðurmold í grennd við Álaborg í síðasta mánuði.

Umfangsmikil leit að frekari líkamsleifum skilaði ekki árangri. Nú hefur lögreglan hinsvegar fundið foreldrana. Móðirin sem er kona á þrítugsaldri var handtekin í gær eftir að DNA prufur höfðu vísað til hennar.

Konan viðurkenndi að hafa fætt barnið á laun í lok september. Henni var sleppt aftur eftir yfirheyrslu og fengin sálfræðihjálp.

Faðirinn hafði ekki hugmynd um að hún væri ófrísk, en þau búa ekki saman. Lögreglan hefur ekki gefið frekari upplýsingar um atburðarrásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×