Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. nóvember 2007 16:46 Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. Svæfingarlæknirinn Daniel Eyraud sagði að sjúkraliðar hefðu tekið „sameiginlega ákvörðun" um að hætta tilraunum við að fá hjarta hennar til að slá aftur, eftir uppskurð sem átti að stöðva innvortis blæðingar. Starfsfólk Pitie-Salpetriere sjúkrahússins gaf prinsessunni hjartahnoð á meðan framlengdum uppskurði stóð. Á meðan reyndu skurðlæknar að klemma rifna æð við hjarta hennar til að stöðva blæðinguna. Eftir endurteknar og árángurslausar tilraunir með raflosti sætti sjúkraliðið sig við að hjarta hennar myndi ekki byrja aftur að slá og lífi hennar væri lokið. Eyraud sagði að ákvörðunin hefði verið sameiginleg þar sem það hefði verið algjörlega ómögulegt að fá starfsemi hjartans af stað eftir svo langan tíma í hjartastoppi. „Á þeirri stundu var prinsessan úrskurðuð látin," sagði hann. Kviðdómnum hefur þegar verið sagt frá því að Díana hafi farið í hjartastopp um klukkan 2:10 að staðartíma og hafi látist klukkan fjögur að morgni. „Ég tel að við höfum gert allt sem mögulega í okkar valdi stóð til að bjarga prinsessunni á viðeigandi hátt," sagði læknirinn. Fram kom í réttinum í dag að bílslysið hefði orsakað rifna æð við hjartað sem hefði orsakað miklar innvortis blæðingar. Þrýstingur hafi verið á hægra lunga og hjarta. Hjarta Díönu hætti fyrst að slá þegar hún var tekin út úr flakinu klukkan eitt eftir miðnætti. Hjartahnoði var beitt samstundið og hjartað fór aftur að slá. Þegar hún var á leið á sjúkrahúsið í sjúkrabíl, hrakaði henni aftur og stöðva varð bílinn til að leyfa lækni að sinna henni. Þegar komið var á spítalann var starfsfólk tilbúið að taka við „versta mögulega tilfelli," að sögn svæfingarlæknisins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. Svæfingarlæknirinn Daniel Eyraud sagði að sjúkraliðar hefðu tekið „sameiginlega ákvörðun" um að hætta tilraunum við að fá hjarta hennar til að slá aftur, eftir uppskurð sem átti að stöðva innvortis blæðingar. Starfsfólk Pitie-Salpetriere sjúkrahússins gaf prinsessunni hjartahnoð á meðan framlengdum uppskurði stóð. Á meðan reyndu skurðlæknar að klemma rifna æð við hjarta hennar til að stöðva blæðinguna. Eftir endurteknar og árángurslausar tilraunir með raflosti sætti sjúkraliðið sig við að hjarta hennar myndi ekki byrja aftur að slá og lífi hennar væri lokið. Eyraud sagði að ákvörðunin hefði verið sameiginleg þar sem það hefði verið algjörlega ómögulegt að fá starfsemi hjartans af stað eftir svo langan tíma í hjartastoppi. „Á þeirri stundu var prinsessan úrskurðuð látin," sagði hann. Kviðdómnum hefur þegar verið sagt frá því að Díana hafi farið í hjartastopp um klukkan 2:10 að staðartíma og hafi látist klukkan fjögur að morgni. „Ég tel að við höfum gert allt sem mögulega í okkar valdi stóð til að bjarga prinsessunni á viðeigandi hátt," sagði læknirinn. Fram kom í réttinum í dag að bílslysið hefði orsakað rifna æð við hjartað sem hefði orsakað miklar innvortis blæðingar. Þrýstingur hafi verið á hægra lunga og hjarta. Hjarta Díönu hætti fyrst að slá þegar hún var tekin út úr flakinu klukkan eitt eftir miðnætti. Hjartahnoði var beitt samstundið og hjartað fór aftur að slá. Þegar hún var á leið á sjúkrahúsið í sjúkrabíl, hrakaði henni aftur og stöðva varð bílinn til að leyfa lækni að sinna henni. Þegar komið var á spítalann var starfsfólk tilbúið að taka við „versta mögulega tilfelli," að sögn svæfingarlæknisins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira