Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. nóvember 2007 16:46 Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. Svæfingarlæknirinn Daniel Eyraud sagði að sjúkraliðar hefðu tekið „sameiginlega ákvörðun" um að hætta tilraunum við að fá hjarta hennar til að slá aftur, eftir uppskurð sem átti að stöðva innvortis blæðingar. Starfsfólk Pitie-Salpetriere sjúkrahússins gaf prinsessunni hjartahnoð á meðan framlengdum uppskurði stóð. Á meðan reyndu skurðlæknar að klemma rifna æð við hjarta hennar til að stöðva blæðinguna. Eftir endurteknar og árángurslausar tilraunir með raflosti sætti sjúkraliðið sig við að hjarta hennar myndi ekki byrja aftur að slá og lífi hennar væri lokið. Eyraud sagði að ákvörðunin hefði verið sameiginleg þar sem það hefði verið algjörlega ómögulegt að fá starfsemi hjartans af stað eftir svo langan tíma í hjartastoppi. „Á þeirri stundu var prinsessan úrskurðuð látin," sagði hann. Kviðdómnum hefur þegar verið sagt frá því að Díana hafi farið í hjartastopp um klukkan 2:10 að staðartíma og hafi látist klukkan fjögur að morgni. „Ég tel að við höfum gert allt sem mögulega í okkar valdi stóð til að bjarga prinsessunni á viðeigandi hátt," sagði læknirinn. Fram kom í réttinum í dag að bílslysið hefði orsakað rifna æð við hjartað sem hefði orsakað miklar innvortis blæðingar. Þrýstingur hafi verið á hægra lunga og hjarta. Hjarta Díönu hætti fyrst að slá þegar hún var tekin út úr flakinu klukkan eitt eftir miðnætti. Hjartahnoði var beitt samstundið og hjartað fór aftur að slá. Þegar hún var á leið á sjúkrahúsið í sjúkrabíl, hrakaði henni aftur og stöðva varð bílinn til að leyfa lækni að sinna henni. Þegar komið var á spítalann var starfsfólk tilbúið að taka við „versta mögulega tilfelli," að sögn svæfingarlæknisins. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. Svæfingarlæknirinn Daniel Eyraud sagði að sjúkraliðar hefðu tekið „sameiginlega ákvörðun" um að hætta tilraunum við að fá hjarta hennar til að slá aftur, eftir uppskurð sem átti að stöðva innvortis blæðingar. Starfsfólk Pitie-Salpetriere sjúkrahússins gaf prinsessunni hjartahnoð á meðan framlengdum uppskurði stóð. Á meðan reyndu skurðlæknar að klemma rifna æð við hjarta hennar til að stöðva blæðinguna. Eftir endurteknar og árángurslausar tilraunir með raflosti sætti sjúkraliðið sig við að hjarta hennar myndi ekki byrja aftur að slá og lífi hennar væri lokið. Eyraud sagði að ákvörðunin hefði verið sameiginleg þar sem það hefði verið algjörlega ómögulegt að fá starfsemi hjartans af stað eftir svo langan tíma í hjartastoppi. „Á þeirri stundu var prinsessan úrskurðuð látin," sagði hann. Kviðdómnum hefur þegar verið sagt frá því að Díana hafi farið í hjartastopp um klukkan 2:10 að staðartíma og hafi látist klukkan fjögur að morgni. „Ég tel að við höfum gert allt sem mögulega í okkar valdi stóð til að bjarga prinsessunni á viðeigandi hátt," sagði læknirinn. Fram kom í réttinum í dag að bílslysið hefði orsakað rifna æð við hjartað sem hefði orsakað miklar innvortis blæðingar. Þrýstingur hafi verið á hægra lunga og hjarta. Hjarta Díönu hætti fyrst að slá þegar hún var tekin út úr flakinu klukkan eitt eftir miðnætti. Hjartahnoði var beitt samstundið og hjartað fór aftur að slá. Þegar hún var á leið á sjúkrahúsið í sjúkrabíl, hrakaði henni aftur og stöðva varð bílinn til að leyfa lækni að sinna henni. Þegar komið var á spítalann var starfsfólk tilbúið að taka við „versta mögulega tilfelli," að sögn svæfingarlæknisins.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira