Erlent

Japanar hunsa Dalai Lama

Óli Tynes skrifar
Vel fór á með George Bush og Dalai Lama þegar þeir hittust fyrr á þessu ári. Japanar hunsa hinsvegar leiðtogann.
Vel fór á með George Bush og Dalai Lama þegar þeir hittust fyrr á þessu ári. Japanar hunsa hinsvegar leiðtogann.

Enginn japanskur embættismaður mun hitta Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, sem er kominn til landsins í níu daga heimsókn.

Heimsóknin tengist trúarhátíð búddista. Kínverjar hafa lýst vonbrigðum með að honum skyldi yfirleitt hleypt inn í landið.

Trúarleiðtoginn hefur verið í útlegð í áratugi. Kínverjar kalla hann aðskilnaðarsinna og mótmæla í hvert skipti sem hann hreyfir sig.

Engu að síður er honum yfirleitt sómi sýndur þegar hann heimsækir eitthvert land. Þannig hafa leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Þýskalands tekið á móti honum á þessu ári.

Japanskir fjölmiðlar segja að það að enginn japanskur embættismaður taki á móti honum sé til marks um þá áherslu sem japönsk stjórnvöld leggi á bætt samskipti við Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×