Erlent

Rústir þar sem áður stóðu hús

Guðjón Helgason skrifar

Fjölmargir íbúar í strandhéruðum Bangladess fengu að snúa heim í morgun eftir að fellibylurinn Sidr gekk yfir landið í gær og fyrradag. Rústir húsa og bambuskofa var það sem beið flestra. Þeir sem áttu steinhús enn standandi skjóta nú skjólshúsi yfir þá sem hafa misst allt sitt.

Stjörnvöld í Bangladess segja nærri 900 manns hið minnsta hafa týnt lífi í veðurofsanum. Fjölmiðlar og óháðir sérfræðingar í landinu segja tölu látina mun hærri - minnst 1.100 manns hafi farist. Það verður þó ekki endanlega staðfest fyrr en búið verði að komast að fólki sem varð innlyksa víða um landið vegna flóða.

Fjölmargra er enn saknað. 150 togarar - sem voru að veiðum í Bengal-flóa þegar bylurinn fór yfir - eru týndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×