Erlent

Misheppnuð heimsmetstilraun

Guðjón Helgason skrifar
Söngkkonan og Íslandsvinurinn Katie Melua velti fyrsta dómínókubbnum í þættinum í gærkvöldi.
Söngkkonan og Íslandsvinurinn Katie Melua velti fyrsta dómínókubbnum í þættinum í gærkvöldi. MYND/APTN

Aðstandendur hollensk sjónvarpsþáttar fóru ansi nálægt því að setja heimsmet í gærkvöldi. Ætlunin var að fella rúmlega fjórar milljónir dómínókubba í röð.

Söngkonan og Íslandsvinurinn Katie Melua var fengin til að fella fyrsta kubbinn. Ekki tókst ætlunarverkið því einhver mistök höfðu hönnuðirnir 85 gert við gerð á lítilli brú yfir hamri sem snerist í hringi. Kubbar þar stóðu eftir.

Rétt rúmlega 80% kubbanna féllu - tæplega þrjár komma sjö milljónir þeirra. Heimsmetið er fjórar milljónir og sjötíu þúsund dómínókubbar og var það sett í þessum sama þætti í fyrra. Uppröðun kubbanna fyrir þáttinn í gær tók átta vikur - átta tíma á dag - fimm daga vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×