Erlent

Chirak sætir spillingarrannsókn

Óli Tynes skrifar
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands.
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands.

Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands var í dag formlega tilkynnt að hann sætti rannsókn vegna meintra spillingamála í tíð hans sem borgarstjóri Parísar.

Meðal annars er verið að rannsaka 40 tilbúnar stöður sem eru sagðar hafa verið búnar til á skrifstofu borgarstjórans til þess að hygla flokksbræðrum hans. Viðkomandi þáðu laun en mættu aldrei til vinnu.

Einnig er sagt að fjöldi af stöðum hafi verið búinn til í borgarapparatinu í heild, í sama tilgangi. Alan Juppe, annar fyrrverandi forsætisráðherra var dæmdur í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sinn þátt í þessu máli, árið 2004.

Fjölmörg önnur mál eru sögð vera til rannsóknar. Chirac var borgarstjóri Parísar í 18 ár. Hann neitar allri sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×