Erlent

Barði fréttamann með hljóðnemanum

Guðjón Helgason skrifar

Það má telja víst að íslenskir stjórnmálamenn hafi oft hugsað okkur sjónvarpsmönnum þegjandi þörfina. Þeir teljast þó varla jafn blóðheitir og starfsbræður þeirra í Suður-Ameríku. Ein þingkona í Venesúela varð svo reið í gær að hún barði sjónvarpsmann með hljóðnemanum hans.

Fréttmaðurinn Gustavo Azocar hefur gagnrýnt Hugo Chavez, forseta Venesúela, og stjórn hans í skrifum sínum og fréttum. Í nýrri bók skrifaði hann um ungabarnadauða á sjúkrhaúsum í Venesúela og fjallaði um það þegar ungur sonur þingkonunar Mariu Iris Varelu Rangel lést á sjúkrahúsi fyrir rúmum áratug. Rangel er náin samstarfskona Chavez. Hún réðst í beina útsendingu á morgun þætti Azocar í gær.

Þar barði hún til hans og braut gleraugu hans. Þegar Azocar reyndi að sýna sjónvarpsáhorfendum brotin gleraugu sín barði hún enn frekar til hans. Með ofbeldi krafði hún hann um afsökunarbeiðni sem hún fékk ekki og fór þá í fússi.

Eftir útsendinguna sagði Azocar að hann óttaðist um velferð sína og barna sinna.

Alþjóðleg samtök blaðamanna hafa gagnrýnt framkomu yfirvalda í Venesúela gangvart blaða- og fréttamönnu - og atburðurinn í gær sagður til marks um vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×