Enn titrar fjármálaheimurinn 21. nóvember 2007 21:51 Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira