Sigurganga Orlando stöðvuð í Texas 22. nóvember 2007 09:34 Tony Parker fór illa með varnarmenn Orlando í nótt og skoraði 32 stig NordicPhotos/GettyImages Orlando tapaði í nótt sínum fyrsta útileik á leiktíðinni í NBA deildinni þegar liðið lá fyrir San Antonio Spurs í Texas 128-110. San Antonio setti félagsmet í leiknum og tapaði aðeins þremur boltum allan leikinn. Orlando nýtti skot sín betur og var með forystu í hálfleik, en það var í fyrsta skipti sem San Antonio er undir í hálfleik á heimavelli í vetur. Dwight Howard var frábær í liði Orlando með 34 stig og 16 fráköst, en Tony Parker var með 32 stig og 9 stoðsendingar hjá liði San Antonio. Orlando hafði unnið alla 7 útileiki sína til þessa. Alls voru 13 leikir á dagskrá í deildinni í nótt en í kvöld verður frí í deildinni vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Annað kvöld hefst svo keppni á fullu á ný og þá verður stórleikur Boston og LA Lakers sýndur beint á Sýn skömmu eftir miðnættið. Washington lagði Charlotte 114-111 eftir framlengdan leik þar sem Caron Butler skoraði 39 stig fyrir Washington en Raymond Felton skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Charlotte. Boston vann auðveldan sigur á Golden State á heimavelli 105-82. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State og Paul Pierce 21 fyrir Boston, sem hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum í vetur. Dallas kom enn til baka eftir að hafa misst mótherja sinn langt framúr sér þegar liðið lagði granna sína í Houston á útivelli 100-94. Dallas vann fjórða leikhlutann með 18 stigum. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady var með 15 stig, 12 stoðsendingar og 7 fráköst, en Devin Harris skoraði 22 stig fyrir Dallas, Josh Howard 20 og Dirk Nowitzki 18 stig og hirti 14 fráköst. Atlanta vann góðan útisigur á Miami 82-79 þar sem Josh Smith tryggði sigurinn með því að verja skot frá Dwyane Wade á lokaandartökum leiksins. Shaquille O´Neal skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Indiana vann góðan útisigur á New Orleans þrátt fyrir að vera án Jermaine O´Neal 105-93. Troy Murphy skoraði 23 stig fyrir Indiana en David West 23 fyrir New Orleans. Detroit lagði New York heima 98-86 og færði gestunum áttunda tapið í röð. Chauncey Billups skoraði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Detroit en Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York. Milwaukee vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers á heimavelli þar sem Michael Redd skoraði 26 stig fyrir heimamenn en Kobe Bryant var með 27 stig fyrir Lakers. Cleveland lagði Minnesota á útivelli 97-86. LeBron James skoraði 45 stig fyrir Cleveland en Al Jefferson skoraði 30 stig fyrir heimamenn. Toronto lagði Memphis á útivelli 95-89 þar sem Chris Bosh skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst fyrir Toronto en Pau Gasol og Mike Miller skoruðu báðir 16 stig og hirtu 10 fráköst hjá Memphis. Phoenix lagði Sacramento 127-111 á heimavelli þar sem liðið skoraði 47 stig í fyrsta leikhlutanum. Shawn Marion skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 18 stig og 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 31 stig fyrir Sacramento og John Salmons var með 21 stig og 10 fráköst. New Jersey vann loks leik eftir sex töp í röð þegar liðið skellti Portland á útivelli 106-101. Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 90. þrennu sinni á ferlinum með 12 stigum, 11 fráköstum og 13 stoðsendingum. Brandon Roy skoraði 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Loks vann LA Clippers nokkuð óvæntan sigur á Denver heima 101-90 þar sem Chris Kaman skoraði 17 stig og hirti 21 frákast fyrir Clippers en Allen Iverson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver. Þá var Marcus Camby með 18 stig og 18 fráköst hjá Denver. NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Sjá meira
Orlando tapaði í nótt sínum fyrsta útileik á leiktíðinni í NBA deildinni þegar liðið lá fyrir San Antonio Spurs í Texas 128-110. San Antonio setti félagsmet í leiknum og tapaði aðeins þremur boltum allan leikinn. Orlando nýtti skot sín betur og var með forystu í hálfleik, en það var í fyrsta skipti sem San Antonio er undir í hálfleik á heimavelli í vetur. Dwight Howard var frábær í liði Orlando með 34 stig og 16 fráköst, en Tony Parker var með 32 stig og 9 stoðsendingar hjá liði San Antonio. Orlando hafði unnið alla 7 útileiki sína til þessa. Alls voru 13 leikir á dagskrá í deildinni í nótt en í kvöld verður frí í deildinni vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Annað kvöld hefst svo keppni á fullu á ný og þá verður stórleikur Boston og LA Lakers sýndur beint á Sýn skömmu eftir miðnættið. Washington lagði Charlotte 114-111 eftir framlengdan leik þar sem Caron Butler skoraði 39 stig fyrir Washington en Raymond Felton skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Charlotte. Boston vann auðveldan sigur á Golden State á heimavelli 105-82. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State og Paul Pierce 21 fyrir Boston, sem hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum í vetur. Dallas kom enn til baka eftir að hafa misst mótherja sinn langt framúr sér þegar liðið lagði granna sína í Houston á útivelli 100-94. Dallas vann fjórða leikhlutann með 18 stigum. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady var með 15 stig, 12 stoðsendingar og 7 fráköst, en Devin Harris skoraði 22 stig fyrir Dallas, Josh Howard 20 og Dirk Nowitzki 18 stig og hirti 14 fráköst. Atlanta vann góðan útisigur á Miami 82-79 þar sem Josh Smith tryggði sigurinn með því að verja skot frá Dwyane Wade á lokaandartökum leiksins. Shaquille O´Neal skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Indiana vann góðan útisigur á New Orleans þrátt fyrir að vera án Jermaine O´Neal 105-93. Troy Murphy skoraði 23 stig fyrir Indiana en David West 23 fyrir New Orleans. Detroit lagði New York heima 98-86 og færði gestunum áttunda tapið í röð. Chauncey Billups skoraði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Detroit en Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York. Milwaukee vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers á heimavelli þar sem Michael Redd skoraði 26 stig fyrir heimamenn en Kobe Bryant var með 27 stig fyrir Lakers. Cleveland lagði Minnesota á útivelli 97-86. LeBron James skoraði 45 stig fyrir Cleveland en Al Jefferson skoraði 30 stig fyrir heimamenn. Toronto lagði Memphis á útivelli 95-89 þar sem Chris Bosh skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst fyrir Toronto en Pau Gasol og Mike Miller skoruðu báðir 16 stig og hirtu 10 fráköst hjá Memphis. Phoenix lagði Sacramento 127-111 á heimavelli þar sem liðið skoraði 47 stig í fyrsta leikhlutanum. Shawn Marion skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 18 stig og 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 31 stig fyrir Sacramento og John Salmons var með 21 stig og 10 fráköst. New Jersey vann loks leik eftir sex töp í röð þegar liðið skellti Portland á útivelli 106-101. Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 90. þrennu sinni á ferlinum með 12 stigum, 11 fráköstum og 13 stoðsendingum. Brandon Roy skoraði 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Loks vann LA Clippers nokkuð óvæntan sigur á Denver heima 101-90 þar sem Chris Kaman skoraði 17 stig og hirti 21 frákast fyrir Clippers en Allen Iverson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver. Þá var Marcus Camby með 18 stig og 18 fráköst hjá Denver.
NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Sjá meira