Erlent

Eldhætta í Volvo dísel fólksbílum

Óli Tynes skrifar
Volvo XC90 er meðal þeirra bíla sem verið er að innkalla.
Volvo XC90 er meðal þeirra bíla sem verið er að innkalla.

Volvo verksmiðjurnar ætla að innkalla til eftirlits 38 þúsund fólksbíla af árgerð 2006 vegna eldhættu í vélarrýminu.

Aðeins er um að ræða bíla með dísel vélum. Gallinn liggur í eldsneytis-innspýtingarkerfi sem er yfir strokkum mótoranna. Norska blaðið Aftenposten segir að þetta hafi leitt til fjölda bruna í Volvo bílum í Svíþjóð og Bretlandi.

Um er að ræða bíla af gerðinni S60, V70, XC70 og XC90. Blaðafulltrúi Volvo segir að ekki sé vitað til þess að brunarnir hafi valdið manntjóni.

Aftenposten segir að Volvo muni á næstunni hafa samband við eigendur bíla af þessari tegund og þessari árgerð og bjóða þeim að koma og láta skipta um hið gallaða kerfi. Skiptin taka um tvær klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×