Erlent

Ísraelar og Palestínumenn samþykkja friðarsamninga

Óli Tynes skrifar

Ísraelar og Palestínumenn samþykktu í dag að hefja þegar tvíhliða viðræður um frið og ljúka þeim með formlegum samningi á næsta ári. Ætlunin er að leysa öll deilumál, þar á meðal um Jerúsalem, landamæri ríkjanna og um framtíð flóttamanna.

George Bush forseti Bandaríkjanna skýrði frá þessu fyrir stundu. Hann las upp sameiginlega yfirlýsingu Ísraela og Palestínumanna. Bandaríkjamenn lofa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þetta að veruleika og forsetinn hvatti önnur ríki heims til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar.

Fulltrúar um fimmtíu þjóða eru á fundinum sem nú stendur yfir í Washington, þar á meðal leiðtogar flestra Arabaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×