Erlent

Ætluðu að sprengja sendiráð í Osló

Óli Tynes skrifar
Anwar Sadat og Menechem Begin, forsætisráðherra Ísraels undirrituðu friðarsamning fyrir milligöngu Jimmy Carters.  Fyrir það var Sadat myrtur.
Anwar Sadat og Menechem Begin, forsætisráðherra Ísraels undirrituðu friðarsamning fyrir milligöngu Jimmy Carters. Fyrir það var Sadat myrtur.

Norska lögreglan hefur staðfest að til hafi staðið að sprengja sendiráð Ísraels og Egyptalands í Osló í loft upp árið 1979.

Ástæðan var óánægja öfgaafla með friðarsamning sem ríkin tvö höfðu undirritað.

Ætlunin var að keyra flutningabíla fulla af sprengiefni upp að sendiráðunum og sprengja þá með fjarstýringu.

Túnisbúi sem kallaður var Ali fékk tvo glæpamenn úr undirheimum Oslóar til þess að taka að sér að keyra bílana að sendiráðunum. Fyrir það átti hvor þeirra að fá eina milljón norskra króna frá Libysku leyniþjónustunni.

Norska lögreglan hleraði og fylgdist með mönnunum í þrjá mánuði áður en þeir voru handteknir. Túnisbúinn var framseldur til síns heimalands en af pólitískum ástæðum var ákveðið að halda þessu leyndu.

Öfgamenn myrtu nokkru síðar Anwar Sadat, forseta Egyptalands, fyrir að undirrita friðarsamkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×