Erlent

Vill senda flóttamenn til Grænlands

Óli Tynes skrifar
Naser Khader.
Naser Khader.

Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku vill senda fleiri flóttamenn til Grænlands.

Þingmaðurinn hefur verið þar í heimsókn undanfarna daga. Khader segir að Grænland sé jú í ríkjasambandinu og hann furði sig á því að ekki skuli vera sendir flóttamenn þangað. Þar sé skortur á vinnuafli.

Khader sagði að hann hefði hitt tvo flóttamenn sem búi á Grænlandi. Annar þeirra er verkfræðingur frá Írak. Þeir hafi báðir verið mjög hrifnir af dvölinni.

Khader sagði einnig að Grænlendingar væru hjartahlýtt og opið fólk sem tæki vel á móti þeim sem til þeirra sæktu.

Hann væri ekki í vafa um að flóttamönnum sem kæmu þangað til þess að lifa og búa, yrði vel tekið. Sjálfur er Khader frá Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×