Fótbolti

Góður endasprettur tryggði Liverpool sigur

Torres skoraði tvö fyrir Liverpool í kvöld
Torres skoraði tvö fyrir Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Liverpool heldur enn í vonina um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á Porto í kvöld þar sem góður endasprettur enska liðsins gerði útslagið.

Fernando Torres kom þeim rauðu á bragðið á 19 mínútu en Lisandro jafnaði fyrir portúgalska liðið eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan var því jöfn 1-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja í leikhléi.

Í síðari hálfleiknum sótti Liverpool án afláts en náði ekki að skora fyrr en á 78. mínútu og þar var Torres aftur á ferðinni. Steven Gerrard innsiglaði svo sigur heimamanna með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu og Peter Crouch bætti við fjórða markinu skömmu síðar.

Besiktas skellti Marseille 2-1 á heimavelli í hinum leiknum í A-riðli og þau úrslit þýða að öll liðin hafa möguleika á að fara áfram úr riðlinum fyrir lokaumferðina. Porto er efst með 8 stig, Marseille og Liverpool hafa 7 og Besiktas hefur 6 stig.

Staðan er því þannig að Liverpool verður að vinna í Marseille í lokaleik sínum ef Porto vinnur eða nær jafntefli heima gegn Besiktas í sínum leiek. Ef Porto tapar, fer Liverpool áfram með besta árangur liðanna þriggja sem þá yrðu jöfn í öðru til fjórða sæti. Besiktas á enn möguleika á að vinna riðilinn þrátt fyrir að vera með átta mörk í mínus í riðlinum. 

Í B-riðli vann Chelsea auðveldan 4-0 útisigur á Rosenborg í Noregi þar sem Drogba (2), Alex og Joe Cole voru á skotskónum. Þá skildu Valencia og Schalke jöfn 0-0. Chelsea er komið áfram með 11 stig í riðlinum en Rosenborg er í öðru sæti með 7, Schalke 5 og Valencia aðeins 4.

Í C-riðli vann Bremen góðan 3-2 sigur á Real Madrid með mörkum frá Rosenberg, Sonogo og Hunt. Robinho og Nistelrooy skoruðu fyrir Real Madrid. Þá vann Olympiakos góðan 2-1 útisigur á Lazio og er efst í riðlinum ásamt Real með 8 stig. Bremen hefur 6 stig og Lazio 5. Celtic nægir jafntefli í lokaleik sínum gegn Milan á útivelli til að komast í 16-liða úrslitin, en þar hefur Milan að litlu að keppa enda komið áfram.

Í C-riðli skildu Benfica og Milan jöfn 1-1 með mörkum frá Pereira og Pirlo í fyrri hálfleik og Celtic vann frækinn sigur á Shakhtar 2-1. Milan er komið áfram úr riðlinum með 10 stig, Celtic hefur 9 stig, Shaktar 6 og Benfica 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×