Viðskipti erlent

Eldur veldur hækkun olíuverðs

Eldurinn í olíuleiðslunni í Minnesota í Bandaríkjunum.
Eldurinn í olíuleiðslunni í Minnesota í Bandaríkjunum. Mynd/AP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna.

Tveir létust í eldinum, að sögn breska ríkisútvarpsins sem hefur eftir ráðamönnum að reikna með með að eldurinn geti logað í allt að þrjá daga.

Reiknað hafði verið með að olíuverðið myndi lækka lítillega þar samdráttur á olíubirgðum í Bandaríkjunum minnkaði minna en reiknað hafði verið með. Olíuverðið stendur nú í 92,27 dölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×