Erlent

Ekki óhætt að senda Batman í sjóinn

Óli Tynes skrifar
Batman hékk þurr í Hong Kong.
Batman hékk þurr í Hong Kong.

Það kom babb í bátinn þegar verið var að taka nýjustu Batman myndina upp í Hong Kong á dögunum.

Ætlunin var að láta láta Batman stökkva í sjóinn í Viktoríu höfn úr fjögurra hreyfla flugvél, og fá sér góðan sundsprett. Við það var hætt af heilsufarsástæðum.

Könnun leiddi nefnilega í ljós að höfnin er svo menguð að það er beinlínis hættulegt að synda þar. Þar er bæði urmull af salmonellu og berklabakteríum. Framleiðendurnir lögðu því ekki í að láta Christian Bale fara í sjóinn.

Nýja myndin heitir Svarti riddarinn. Auk Bales eru þar Heath Ledger sem leikur Jókerinn og Michael Caine sem leikur þjóninn Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×