Luis Figo, miðjumaður Inter, verður frá í nokkurn tíma eftir að hafa brákað bein. Figo meiddist eftir tæklingu frá tékkneska miðjumanninum Pavel Nedved í gær og þurfti sá portúgalski að fara af leikvelli.
Menn hjá Inter voru allt annað en sáttir við tæklingu Nedved. Sjálfur hefur Nedved stigið fram og biðst innilegrar afsökunar á tæklingunni. Hann segist alfarið hafa reynt að ná til boltans og er miður sín yfir því að hafa meitt Figo.
Inter á í vandræðum með að manna miðjuna hjá sér en fyrir á meiðslalistanu, eru Patrick Vieira, Dejan Stankovic og Luis Jimenez. Óttast er að Figo leiki ekki meira á þessu ári.
Þess má geta að leikur Inter og Juventus endaði með jafntefli 1-1.