Erlent

Æðsti foringi mafíunnar á Sikiley handtekinn

Óli Tynes skrifar
Salvatore Lo Poccolo á yngri árum . Hann er nú 65 ára gamall.
Salvatore Lo Poccolo á yngri árum . Hann er nú 65 ára gamall.

Æðsti foringi mafíunnar á Sikiley var handtekinn ásamt syni sínum og tveim öðrum mafíuforingjum í dag. Yfir 40 lögreglumenn tóku þátt í áhlaupi á hús sem hann faldi sig í rétt utan við Palermo.

Salvatore Lo Piccolo er 65 ára gamall og hefur verið á flótta undan lögreglunni í 25 ár.

Talið er að Lo Piccolo hafi tekið við sem æðsti foringi mafíunnar (Capo di tutti Capi) af Bernardo Provenzano sem var handtekinn á síðasta ári.

Hann gengur undir nafninu Hvíti refurinn og talið er að auk þess að stjórna mafíunni á Sikiley hafi hann sterk tengsl við mafíuna í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×